Brunnhóll | Mýrar | 781 Hornafjörður | 478 1029 | Fax 478 1079 | joklais@brunnholl.is
Brunnhóll er fjölskylduvænt og umhverfisvænt gistiheimili á Suðausturlandi þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu. Boðið er upp á gistingu fyrir tæplega 50 gesti og eru flest herbergi með baði. Boðið er upp á heimilislegar veitingar í björtum veitingasal en einnig eldunaraðstöðu fyrir gesti. Léttir réttir í boði allan daginn, m.a. Búkolla, gúllassúpa húsfreyjunnar.
Á nágrannabýlinu Árbæ býr yngri kynslóð fjölskyldunnar með kýr, hesta, hunda og ketti. Með góðri samvinnu fjölskyldunnar geta gestir fengið innsýn í hefðbundna búskaparhætti, daglegt líf fjölskyldu í sveit og fræðslu um nánasta umhverfi.
Nú þurfa gestir ekki lengur að fara í fjósið til að upplifa sveitastemninguna. Bein sjónvarpssending er ú fjósinu í sjónvörpum á herbergjum og í veitingasal og ef heppnin er með er hægt að fylgjast þegar kálfur fæðist. Aðeins þeir allra hörðustu fara í fjósið, til að upplifa hina einu sönnu fjósalykt. ,,I love it“
Við veitum gestum okkar fúslega upplýsingar um afþreyingu og áhugaverða staði að heimsækja í Ríki Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu. Bæklingar og aðrar upplýsingar eru í móttöku gistiheimilisins og á herbergjum. Brunnhóll er aðila að Ferðaþjónustu bænda, Ríki Vatnajökuls og Samtökum ferðaþjónustunnar.