FERLIÐ

Framleiðsluferillinn er stuttur og hefst samhliða mjöltum að morgni þegar rjóminn er skilinn frá mjólkinni. Við framleiðslu á Jöklaís er blandað saman rjóma, mjólk, eggjarauðum, sykri og bragðefnum í mismunandi hlutföllum. Blandan er sett í vél sem gerilsneyðir alla blönduna og frystir hana í framhaldinu. Jöklaís er því hægt að bera fram innan við sólarhring frá því mjólkin kom úr kúnum. Engin litar- eða rotvarnarefni (svokölluð E-efni) eru notuð við framleiðsluna en vegna þess hve framleiðsluferillinn er stuttur ísblandan er hrein við frystingu,  þá er geymsluþol Jöklaís eitt ár í frysti.

Afurð úr ríki VatnajökulsHver íslögun er aðeins um 10 lítrar sem auðveldar aðlögun framleiðslunnar að þörfum neytenda enda er salan byggð á gæðum en ekki magni.Hægt er að velja um ríflega 400 tegundir. Þess fyrir utan býður Jöklaís upp á Sorbet, sem er mjólkur og eggjalaus ís en hefur sömu góðu áferð og venjulegur rjómaís. Þessi ís getur hentað þeim sem hafa óþol eða ofnæmi við þessu tvennu. Einnig er hægt að bjóða upp á Jöklaís sem inniheldur ávaxtasykur, í stað hefðbundins sykurs, sem getur hentað sumum þeirra sem glíma við sykursýki.